Banka, Kreppa, banka, kreppa
Sá einfaldan en mjög skemmtilegan brandar um daginn og hann skýrir fyrirsögnina.
Annars fátt að frétta. Maður situr límdur við íslensku miðlana á netinu til að fylgjast með mestu fjárkröggum Íslendinga síðan við kynntumst þeim afbragðs rétti maðkskotið hveiti á tímum einokunar...hmmm einokun?
Anyway, súrt að sjá alla í pati þarna heima. Ég verð að viðurkenna að ég er afskaplega feginn að vera réttu megin við Atlantshafið. Ég var til dæmis mjög nálægt því að flytja heim í vor...í dag hefði það verið afar slæmur leikur.
Krakkarnir eru hjá mér um helgina og bara ljúft. Við erum búin að spila og baka í allan dag, enda ekki mikið út að sækja þegar rigningin bylur á gluggum og andlegu þakskeggi.
Ég er sem sagt enn á lífi og stefni á að halda þeirri stöðu eitthvað áfram...lifið heil.
Arnar Thor
Annars fátt að frétta. Maður situr límdur við íslensku miðlana á netinu til að fylgjast með mestu fjárkröggum Íslendinga síðan við kynntumst þeim afbragðs rétti maðkskotið hveiti á tímum einokunar...hmmm einokun?
Anyway, súrt að sjá alla í pati þarna heima. Ég verð að viðurkenna að ég er afskaplega feginn að vera réttu megin við Atlantshafið. Ég var til dæmis mjög nálægt því að flytja heim í vor...í dag hefði það verið afar slæmur leikur.
Krakkarnir eru hjá mér um helgina og bara ljúft. Við erum búin að spila og baka í allan dag, enda ekki mikið út að sækja þegar rigningin bylur á gluggum og andlegu þakskeggi.
Ég er sem sagt enn á lífi og stefni á að halda þeirri stöðu eitthvað áfram...lifið heil.
Arnar Thor
Ummæli
Jess, miðlarnir eru ekki sérlega spennandi þessa dagana. Það er ekki laust við að maður reyni að líta framhjá þessum leiðinda málum. Spurning hver fær spark í rassinn fyrir að sökkva Íslandi í þennan forarpytt sem það á í mestu erfiðleikum með að draga sig upp úr núna.
Þú veist að hér er ávallt kallt... eða heitt á könnunni og þér að sjálfsögðu velkomið að þiggja sopa þegar hentar!
Kveðja,
Sultudrottningin.